14.10.05

Jamm og jæja

Ég þurfti að snúa öllu við heima hjá mér í gærkvöldi til að leyta að einni möppu síðan í skólanum í vor. Að sjálfsögðu fann ég fullt af möppum, troðfullum af námsefni en ekki þá sem ég var að leita að.
En ég fór að hugsa þegar ég var að fletta í gegnum glósur og námsefni síðustu 3-4 ára, úff hvað ég er búin að fara í gegnum mikið af efni!!! Mér hefur ekki fundist ég kunna neitt sérstaklega mikið í mínu fagi þegar á hefur reynt í vinnunni en þegar ég skoðaði allt þetta námsefni þá rann það upp fyrir mér að ég kann líklega meira en ég hélt. Þarna voru alls konar hlutir sem ég gæti alveg kraflað mig í gegnum ef á reyndi og ég fékk meira að segja áhuga á því að renna í gegnum slatta af þessu aftur!!! Bara svona til að bursta rykið af ýmsu og svo held ég að skilningurinn hafi vaxið á mörgum þáttum eftir að ég fór út á vinnumarkaðinn.
Ég er svo ánægð með að hafa drifið mig í þetta nám og er svo ánægð með að hafa valið byggingatæknifræði :) Er alveg að fíla mig í tætlur og er meira að segja farin að hugsa um mastersnám. Ætla samt að vinna í 1-2 ár áður en ég tek ákvörðun um það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home