5.10.05

Heilsuleysi

Já síðustu dagar eru ekki búnir að vera skemmtilegir hjá mér.
Ég byrjaði með timburmönnum a-la Anna á sunnudaginn en var byrjuð að jafna mig á þeim magakvölum um kvöldið og meira að segja farin að geta borðað. Vaknaði svo upp um nóttina, aðfararnótt mánudagsins og gubbaði og gubbaði með þessum líka magakrömpum að ég hélt ég mundi ekki lifa það af. Þegar ég svo vaknaði um morguninn til að koma stelpunum í skólann þá var ég enn að drepast í maganum og hríðskalf og svitnaði svo mér datt í huga að mæla mig. Viti menn, ég var bara komin með um 39° hita!! Ég sem fæ aldrei hita! Þannig að það var bara rúmið fyrir mig og þar hef ég verið til blands við þegar ég færi mig fram í sófa, allan mánudaginn og þriðjudaginn. Magakramparnir hafa haldið áfram og ef ég hef látið eitthvað annað ofan í mig en kók, þá fæ ég verulega að finna fyrir því. Arrgg.... ég þoli ekki að vera veik!!! Ég hef enga þolinmæði í það :(
Ég gat að vísu borðað smá núna í kvöldmatnum (þriðjudagur) án þess að maginn færi í stóran hnút, en þá svolítið seinna kom það sér vel að vera ekki of fjarri klósettinu því að nú var kominn tími til að snúa hinum endanum að því (if you know what I mean!!!) Svoleiðis hefur kvöldið sem sagt liðið!

Ég hef hreinlega engan tíma til að liggja heima veik núna. Brjálað að gera í vinnunni og þyrfti að vinna massa mikið í lokaverkefninu. En það er víst ekki spurt að því.
Ótrúlegt hvað maður verður samt ósjálfbjarga svona lasin. Ólöf hefur verið í skólanum fram á kvöld þessa daga og í vinnunni líka svo að ég hef verið að senda Hildi út í búð eftir meira kóki (ætla sko ekki að hugsa um hvað ég hef drukkið marga lítra af því síðustu sólarhringa!!!) og svo fékk ég Dagrúnu til að fara fyrir mig í búð og kaupa nauðsynjar. Uppvaskið hleðst svo bara upp og annað sem þarf að gera hérna heima. Líklega væri stundum ágætt að hafa maka sem gæti hjálpað upp á í svona aðstæðum?? Æi, ætli þeir hjálpi svo mikið hvort eð er, ekki er það mín reynsla allavega!!!

Jæja þá er ég búin að fá að væla smá hérna. Skrifa ekki meira fyrr en eitthvað jákvæðara er að frétta...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú átt alla mína samúð, en takk fyrir síðast, við skemmtum okkur nú bara vel um helgina, þið eruð nú frábærir djammfélagar þú og þínir vinir. Láttu þér batna litla sys.....

05 október, 2005 11:34  
Blogger Anna Malfridur said...

Uuuuu...??? jahá, penis enlargement, akkurat það sem mig vantaði! Þarf maður ekki að hafa "penis" til að byrja með til þess að þurfa svona enlargement? Nei ég bara spyr???

06 október, 2005 22:59  
Anonymous Nafnlaus said...

LOL..

Ertu orðin skárri??

Kveðja Inda

07 október, 2005 14:06  

Skrifa ummæli

<< Home