1.9.05

Að byrja daginn með stæl...!

Herre gud!!! Verð að deila með ykkur atviki sem varð á leiðinni í vinnuna í morgun.
Ég var á leiðinni á Vespunni minni suður í Hafnarfjörð og var að koma niður af brúnni Yfir Bústaðarvegin Þegar sú rauða drap á sér og neitaði að fara lengra. Nú nú, ég lét mig renna áfram niður brekkuna og teymdi hana svo inn á afleggjarann inn á Suðurhlíð til þess að finna hentugann stað til þess að leggja henni þar til ég mundi fá einhvern til þess að hjálpa mér að sækja hana seinna í dag.
Þar sem ég er að teyma hjólið inn beygjuna kemur upp að mér sjúkrabíll með blikkandi ljósum, stoppar og maður skrúfar niður rúðuna og spyr mig hvort ég hafi dottið. Nei nei ég datt ekki og fullvissa þá um að í lagi sé með mig. Þakka svo fyrir hugulsemina og þeir halda áfram. Annar sjúkrabíll með fullum ljósum og sírenu kemur strax á eftir þessum og stoppa þeir við göngustíginn sem liggur að Nauthólsvíkinni.
Ég held bara áfram minni göngu með Vespugreyið og þarna drífur að lögreglubíl með allt á fullu. Ææ hugsa ég, einhver hefur dottið í morgunskokkinu sínu!!
Ég ákveð svo að leggja hjólinu upp við húsið þarna neðst í Suðurhlíðinni og er að ganga frá því og setja hjálminn í hólfið þegar lögreglubíllinn kemur og leggur fyrir framan mig. Út stíga maður og kona og maðurinn byrjar að setja á sig svona einnota gúmmíhanska. Þau spyrja mig hvort ég hafi dottið á hjólinu? Nei ég datt ekki, hjólið bara bilaði, segi ég. Meiddirðu þig ekkert? spurja þau. Nei, það er allt í lagi hjá mér!
Þá segja þau mér það að einhver hafði hringt í 112 og tilkynnt að ég hefði dottið á hjólinu og allir þessir bílar voru í forgangsútkalli vegna mín!!!!!!

Ég get sagt ykkur það að það datt af mér andlitið, ég roðnaði og ætlaði ekki að trúa þessu. En allir voru bara ánægðir með að það væri í lagi með mig (ja, þau halda það :-/ hehehe) og þau óku á brott. Ég stóð þarna eins og asni og hélt áfram að fara hjá mér! Það má samt hrósa þeim fyrir viðbragðstímann því það hefur varla liðið meira en mínúta frá því að hjólið stoppaði þangað til sjúkrabíll var kominn á staðinn.

Talandi um að byrja daginn með stæl!!!!

4 Comments:

Blogger erla margrét said...

þú hefðir nú átt að nýta tækifærið og plata þá til að skutla þér í vinnunna.. hehe ;)

01 september, 2005 20:05  
Blogger Anna Malfridur said...

já segðu! Mér datt nú ekki í hug fyrr en eftirá að líklega hefði þetta allt saman stafað af hinum gríðarlega kynþokka mínum ;)

02 september, 2005 08:38  
Anonymous Nafnlaus said...

Anna.....

Voru engir sætir strákar að vina í þessu útkalli sem þú gast nappað:) En hey....helvíti fín byrjun hjá þér....en er sú rauða komin í gang aftur??

Kveðja Inda.

02 september, 2005 09:22  
Blogger Anna Malfridur said...

Nei sú rauða er enn lasin og verður það líklega þar til Einar kemur heim ;) Held að það sé eitthvað klikk í rafkerfinu

02 september, 2005 12:33  

Skrifa ummæli

<< Home