24.6.05

Og enn fréttir af "litlu" stelpunni minni

Hún Ólöf er komin inn í Menntaskólann í Reykjavík!! Við fengum bréf um það í gær. Ég er enn að átta mig á því að ég geti virkilega átt svona fullorðið barn. Ég sem er næstum því á sama aldri sjálf!!! ;)

En að öðru, ég á stefnumót við ungan dreng á morgun. Það er hann Mikki vinur minn sem er 5 ára sonur Indu og Badda. Við Mikki fundum það nefnilega út um síðustu helgi að það væri orðið allt of langt síðan við hefðum spjallað almennilega saman og ákváðum að hittast næsta laugardag og dunda okkur eitthvað, bara við tvö. Við þurfum kanski aðeins að kíkja á Klapparstíginn þar sem er verið að grafa grunninn af húsinu sem ég hef umsjón með að byggja. Get ekki ímyndað mér annað en að 5 ára gutta finnist allt í lagi að kíkja á 1-2 gröfur ;)

Í kvöld verður setið við prjónaskapinn því að ég er að láta mig dreyma um að gera á mig eins og eina lopapeysu fyrir landsmót. Hmm... fer þangað næsta miðvikudag og er rétt byrjuð á peysunni, smá bjartsýni í gangi hérna! En jæja sjáum til hvernig fer, bless þangað til næst....

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með stelpuna!!

Mikki skemmti sér konunglega....en hafði/hefur smá áhyggjur af eitrinu....!! Spurði mig hvort þú værir nokkuð búin að drekka "sjóræningjaeitrið" :)

26 júní, 2005 14:42  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með stelpuna !

27 júní, 2005 11:43  

Skrifa ummæli

<< Home