Það er bara svona...
... með vinnandi fólk að það hefur ekki tíma til að blogga oftar en einu sinni í viku!
Síðasta helgi var alveg frábær. Ég var á Sauðárkróki á 100 ára afmæli mótorhjólsins á Íslandi. Mikið fjör, margt skemmtilegt fólk en skítaveður! Það var svooo kalt, brrrrr!!! En engu að síður var, eins og áður segir, alveg hrikalega gaman. Vespan fékk að koma með, hún fékk sko far í bíl norður enda hefði ég líklega frosið föst á henni ef ég hefði hjólað á henni alla leið, greyið fer ekki mikið yfir 70 km/klst. En ég fór á henni í hópakstur frá Varmahlíð til Sauðárkróks og fékk mikil viðbrögð hjá vegfarendum fyrir vikið, hehehe...! Mér finnst ég sko BARA töff:)
Núna tekur svo við ein og hálf vinnuvika því að í lok næstu viku er svo komið að landsmóti Snigla. Í ár verður það haldið í Tjarnarlundi sem er nálægt Búðardal. Ég ætla ekki að láta mér verða kalt þar, svo að ég fitjaði upp á lopapeysu í gærkvöldi og verð að hafa prjónamaraþon til þess að klára hana fyrir landsmót.
En best að snúa sér að vinnunni, fyrir það fær maður jú borgað!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home