Rauða Vespan
Ég lét mjög gamlan draum rætast í gærkvöldi þegar ég festi kaup á rauðri Vespu. Hún er af tegundinni Piaggio og er svona ekta ítölsk lítil vespa:) Ég er ekkert smá stollt af henni. Nú vantar mig bara hvíta siffon-slæðu sem flaksar aftur fyrir mig og þá er ég orðin ekta gamaldags.
En helgin var yndisleg fyrir norðan. Dísa systir útskrifaðist með láði frá Háskólanum á Akureyri og hélt tvær fínar veislur af því tilefni. Fyrst fengum við "brunch" í hádeginu heima hjá tengdaforeldrum hennar og svo seinni partinn fórum við út í Hrísey og þar var partý um kvöldið. Það er alltaf jafn notalegt að hitta Dísu og fjölskyldu og núna var engin undantekning á því.
Um næstu helgi fer ég svo á Sauðárkrók þar sem haldin verður hátíð í tilefni af 100 ára afmæli mótorhjólsins á Íslandi. Ég ætla að verða samferða Dagrúnu og líklega fær litla rauða Vespan að koma með. Við förum um hádegi á fimmtudag og ég hugsa að það verði mikið fjör, allaveg er heilmikil dagskrá og ég hef heyrt af mjög mörgum sem ætla að stefna þangað.
Svo að þið sjáið að það er nóg að gera þessa dagana!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home