Stollt - stolltari - stolltust!
Það eins og það hafi verið í gær sem ég stóð með frumburðinn fyrir utan Grunnskólann á Ísafirði á fyrsta skóladeginum hennar. Hún var í brakandi nýjum skólafötum með fína rauða tösku og tilbúin að takast á við heiminn. Síðan eru liðin mörg ár, eins og segir í textanum góða!! Í gærkvöldið útskrifaðist hún úr 10.bekk Vogaskóla í Reykjavík og var athöfnin hátíðleg og fín. Ólöf fékk bókarverðlaun fyrir hæstu einkunn í samfélagsfræði og meðaleinkun úr öllu var yfir 9!!! Er þetta ekki frábært hjá henni? :)
En ég er að fara til Akureyrar og óska ykkur góðrar helgi, bæ bæ...
5 Comments:
Enda er hún vel ættuð stelpan. Til hamingju!!
Glæsilegt! Til hamingju með þetta, þetta er frábært. Það er sko alveg ástæða til að vera stolt og ánægð. Ég er nú líka sammála honum Hauki, hún er svo vel ættuð!!
Ég hætti aðeins of snemma! Vantaði að skrifa undir og takk fyrir að skrifa í gestabókina hjá Snorra Páli. Endilega kíkiði við einhvern tímann.
Bestu kveðjur Guðný.
Stelpan er snillingur:) Til lukku með hana!
Ps....heyrðu...við Dagrún erum búnar að ákveða þetta allt saman....við ætlum að taka þig í smá hjólakennslu á Triumph með hliðarvagni og svo á gömlu minni:)
Kveðja Inda!
Innilega til hamingju með snillinginn !
Skrifa ummæli
<< Home