2.6.05

Skrítið þetta líf

Já ég er búin að vera voðalega mikið hugsi undanfarna daga. Heilinn á mér er á fullu í frekar háfleygum hugsunum en á meðan er framkvæmdahliðin í verkfalli. Ég kem ekki neinu í verk heima hjá mér. Sest bara niður þegar ég kem heim úr vinnunni og hekla og horfi á sjónvarpið. Ég hugsa að ég gæti sofið endalaust ef ég mundi láta á það reyna.

Hugurinn á mér er svo fullur af alls konar pælingum og síðan ég var hjá ömmu og afa í sveitinni á laugardaginn, þar sem við vorum að skoða ljóð og vísur saman, þá hef ég voðalega mikið verið að velta fyrir mér ljóðum. Margir sjá ekkert skemmtilegt við ljóð en mér finnst þau oft segja svo miklu meira í fáum vel völdum orðum en óbundið mál getur gert. Ég á ekki margar ljóðabækur en stefni að því að fjölga þeim. Ég ætla að deila með ykkur uppáhalds stökunni minni en stökur eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér:

Víða til þess vott ég fann
þótt venjist margur hinu,
að Guð á margan gimsteinn þann
sem glóir í mannsorpinu.

Bólu-Hjálmar


Já það eru svo sannarlega gimsteinar í mannsorpinu en það er erfitt að finna þá innan um alla kolamolana og grágrýtið. Ég tel líka að þegar maður finnur slíkan gimstein, þá er hann miklu verðmætari en hinir eðal-steinarnir sem hafa alltaf glitrað svo skært.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tengdapabbi minn er snillingur í að semja svona stökur.

Kveðja Inda!

04 júní, 2005 17:03  

Skrifa ummæli

<< Home