1.5.07

Vonda skapið

Ég fer ekki oft í vont skap, allavega ekki svona sem endist í einhvern tíma. En í gær fór ég í vont skap og það eymir eftir af því ennþá .
Hvað haldið þið að hafi komið svona illa við mig? Jú ég var að skoða tryggingarnar mínar og hvað ég þarf að borga þar. URRRR og HVÆS!!! Þetta helv.... hefur hækkað alveg helling síðan í fyrra! Ég hringdi í þá og spurði hvernig gæti staðið á þessari tölu sem ég væri að borga fyrir að tryggja bílinn og hjólið og strákurinn sem varð fyrir svörum pikkaði eitthvað á tölvuna og sagði svo að hann væri búinn að lækka bílatrygginguna. Jahá, það var hægt að lækka hana um nokkra þúsundkalla bara af því ég hringdi en hjólið, nei nei þetta er bara svona...! Manni er hreinlega réttur puttinn beint í feisið hjá þessum glæpafélögum sem kalla sig tryggingafélög.
Það kostaði mig 76 þúsund í fyrra að tryggja hjólið og það er komið upp í 97 þúsund núna. Samkvæmt mínum útreikningum gefur það 27,6% hækkun á einu ári!!!! Á tveimur árum er ég búin að borga hér um bil andvirði hjólsins í tryggingar af því! Er ekki allt í lagi á þessu landi eða hvað? Urr urrr urrrr......!

Ég er eitthvað svo hundleið á því að vera alltaf að basla í gegnum allt. Ég veit alveg að ég er búin að vinna marga sigra á undanförnum árum og hef komst í gegnum marga múra (Dísa systir var að reyna að sefa geðvonskuna í mér áðan) en eins og er þá sé ég ekki tilganginn í þessu öllu saman :(

Ég get ekki hugsað mér að selja hjólið. Það er það eina sem ég leyfi mér og ég bara koðna niður í kör ef ég þarf að selja það og hætta að hjóla í bili :( Ég biði alla vega ekki í skapið á mér þá!

Held ég fari bara undir sæng með súkkulaði og illa skrifaðar bókmenntir, það hæfir moodinu!

Kveðja frá Önnu í vondu skapi

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Anna mín!

Hvar ertu að tryggja?

Við erum að flytja okkur til TM því þeir buðu okkur 56 þús fyrir hjólið!

En gaman að sjá þig í dag:)

Kveðja Inda

01 maí, 2007 22:44  
Anonymous Nafnlaus said...

Má ég bjóða þer að borga reikninginn sem að ég fékk 688000 bara fyrir hjólið ég ætla að ramma þennan reiking inn ; )

02 maí, 2007 20:24  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta er náttúrulega rugl, ég fer bara líka undir sæng með súkkulaði, þótt ég eigi ekkert svona véla-hjól.

02 maí, 2007 21:27  
Anonymous Nafnlaus said...

Stelpur....halló!! Hvar eru þið að tryggja??

Af hverju fæ ég ekki svona háa reikninga? ( ekki að ég sé að sækjast eftir því sko ) :)

Kveðja Inda.

03 maí, 2007 21:24  
Blogger Anna Malfridur said...

Bara að láta ykkur vita að ég er að fá tilboð í allar tryggingarnar mínar sem hljóma töluvert lægra en þetta, á eftir að fá frá TM áður en ég tek ákvörðun um hvert ég ætla að flytja mig frá Sjóvá!

04 maí, 2007 08:48  
Anonymous Nafnlaus said...

Tékkaðu á Verði Íslandstryggingu, nafna, ég sparaði 30 þús á ári þegar ég flutti mig þangað frá TM :D

04 maí, 2007 19:03  
Anonymous Nafnlaus said...

TM einmitt buðu okkur mjög vel.

Kveðja Inda

04 maí, 2007 22:53  

Skrifa ummæli

<< Home