Og lífið heldur áfram...
... sinn vanagang.
Ég fór í Þykkvabæinn um síðustu helgi og hjálpaði Dagrúnu að mála og ganga frá ýmsu smálegu. Við kíktum aðeins í afmælið til Möggu sem að sjálfsögðu brást ekki væntingum ;) en því miður var maginn minn eitthvað leiðinlegur svo ég gafst upp á því að fá mér í glas. Engu að síður hin besta skemmtun eins og þessu fólki öllu saman er von og vísa. Þið getið kíkt á myndirnar á síðunni hennar Möggu því til staðfestingar.
Það er nóg að gera í djamminu því að á næsta laugardag verður innflutningaspartý og ball í Þykkvabænum. Þá má maður gera ráð fyrir að lágmarki 20 tíma úthaldi!!!! úff úff, ég verð nú samt að láta mér nægja eitthvað færri tíma því að ég þarf að fljúga til London á sunnudaginn.
Já London hér kem ég! Ég er að fara á námskeið í University of Greenwich og stendur það frá mánudegi til föstudags í næstu viku. Stundataflan sýnir hvers vegna þeir kalla þetta: "five days INTENSE course" því að námskeiðið er frá 8:30 - 18:00 alla dagana, svo skilst mér að það séu heimaverkefni til að leysa á kvöldin :-/ Það verður því ekkert farið í búðir eða annað svoleiðis slór í þessari utanlandsferð.
Námskeiðið er mjög spennandi (allavega fyrir svona nörda eins og mig) það kallast: "Human behaviour in fire" og er í leiðinni kynning og smá kennsla á mjög öflugt rýmingarforrit sem VSI er að kaupa. Ég held að það sé gott að ég er nýskriðin úr skóla því að ég er enn í æfingu fyrir svona hevy-duty lærdóm!
Mamma, þessi elska, ætlar að koma og passa stelpurnar og hundinn fyrir mig á meðan.
Eins og sjá má þá er kominn nýr linkur hérna til hliðar. Hann er á síðu sem ein gömul skólasystir mín stofnaði fyrir árganginn okkar úr gaggó. Frábært framtak, alveg er það nauðsynlegt að hafa a.m.k. einn svona aðila í hverjum árgangi sem sér um að við hittumst og þekkjumst. Ég hlakka til að fylgjast með á þessari síðu því að við eigum 20 ára gagnfræðingaafmæli í vor (ótrúlegt, finnst ykkkur ekki???) og stefnum á að hittast fyrir vestan. Voðalega er það skrítið að það séu orðin 20 ár síðan ég kláraði gaggó!?! Mér finnst ég rétt að verða fullorðin núna!!! En jæja maður stoppar víst ekki tímann svo glatt! (sem betur fer, líklega).
Ég sé ekki fram á að skrifa mikið hérna á næstunni sökum annríkis en endilega kvittið í gestabókina, síðasta færsla var þar í júlí á síðasta ári!!!!
1 Comments:
Já takk fyrir síðast,þetta var sko alveg geðveikt gaman.
Skrifa ummæli
<< Home