14.9.05

Karlmenn (og konur)

Þegar maður hittir karlmann sem kemur fram við mann af virðingu og sýnir manni meiri kurteisi en maður er vanur, þá er vert að minnast á það!
Ekki það að ég þekki eintóma dóna og rudda, nei nei ég á marga góða karlkyns vini sem eru hvers manns hugljúfi. Ég er að tala um ákveðna framkomu sem finnst yfirleitt ekki í fari íslenskra karlmanna.

Suma hluti fer maður á mis við af því maður veit ekki að þeir eru til. Eins og að fá að finna hvað það getur verið gaman að vera kona:) Að fá gamaldags "höflighed" (kann ekki íslenskt orð yfir það) það er sko gaman og óvænt.
Það eru alls konar lítil atriði sem erfitt er að koma í orð, sem láta mann líða eins og maður sé áhugaverð og gullfalleg manneskja. Auðvitað er ég það sko!!! en stundum gleymi ég því og þá er ennþá meira gaman að fá að finna það.

Það var ekki einu sinni um að ræða að það væri verið að reyna að heilla mig upp úr skónum, vá hvernig væri það ef viðkomandi hefði virkilega verið að því?!?! Nei, þessi framkoma er honum eðlislæg, kannski lærð í upphafi en algerlega áreynslulaus.

Líklega erum við nútíma íslenskar konur orðnar svo fastar í því að vera sjálfstæðar, sterkar og að þurfa ekkert á karlmönnum að halda, að við vitum ekki að við söknum þess pínulítið að láta koma fram við okkur sem konur. Kannski er ástæðan líka sú að nútíma íslenski karlmaðurinn er svo veiklundaður og óöruggur með sig að við getum ekki fengið svoleiðis framkomu frá honum. Fyrir utan það að þeir kunna hana yfirleitt ekki.

Það er erfitt að samræma hluti þegar jafnréttisbarátta er annars vegar. En á meðan við erum að berjast fyrir því að ekki sé gerður munur á kynjunum varðandi réttindi á vinnumarkaði og innan heimilisins þá væri samt allt í lagi að staldra aðeins við og gera sér grein fyrir því að það er munur á kynjunum sem allt í lagi er að hlúa að.
Stelpur!!! Leifum okkur að vera konur einstaka sinnum og láta koma fram við okkur sem slíkar. Ekki gleyma okkur í grybbuskapnum!
Strákar!!! Dustið rykið af mannasiðum og kurteisi, hver veit nema að þig fáið það marfallt til baka frá okkur:)

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gæti ekki verið meira sammála þér :o)

15 september, 2005 13:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Ja hérna litla systir það eru engar smákröfur... Nei annars er ég bara sammála þér, en ég sá einu sinni myndina: a Officier and a gentleman, og þá var ég ungur pönkari og fór út í hlé því þetta var svoooo hallærislegt en núna skilst mér að til sé officier and a genteman sem er real.... vááááá gaman að hitta einn svoleiðis eða hvað?

16 september, 2005 12:28  
Blogger Anna Malfridur said...

Ójá, algert æði :)

16 september, 2005 13:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Æ hvað þetta var krúttulegt og fallegt Anna "mjúka"

16 september, 2005 18:19  
Anonymous Nafnlaus said...

Góður pistill hjá þér kæra mín....það er verulega næs að láta koma vel fram við sig....

Kveðja Inda.

21 september, 2005 15:28  
Anonymous Nafnlaus said...

heyrðu mig nú,,,, þarf ég að fara að hringja í þig daglega til þess að fá fréttir? Ég er byrjuð að stóla á síðuna þína til þess að eyða tímanum þegar vinnan verður of hevýyyy....er reyndar farin að kíkja á allar linka frá þinni síðu en kann ekki við að tjá mig eins mikið á síðum ókunnugs fólks..

22 september, 2005 13:27  
Anonymous Nafnlaus said...

'Eg var að klukka þig kæra vinkona

22 september, 2005 16:36  

Skrifa ummæli

<< Home