9.9.05

Helgin framundan

Helgin er framundan og ég sé fram á að hafa nóg að gera.
Í dag fer ég fyrst á fund með verkfræðingi sem ætlar að hjálpa mér aðeins af stað með burðarþolið í verkefninu mínu og svo upp í skóla að ná mér í fleiri gögn til að lesa yfir um helgina.
Mamma og pabbi eru bæði í bænum núna yfir helgina en ég veit ekki hversu mikið ég næ að hitta þau. Hitti pabba aðeins í flugumynd í gær en hann er hérna á sjávarútvegssýningunni. Hildur fór með Jóhönnu og Albert í húsdýragarðinn og ég náði aðeins að kasta á þau kveðju þegar ég endurheimti hana. Við mamma ætlum svo að hittast þegar ég er búin að vesenast uppi í skóla eftir hádegi og svo gistir hún kanski hjá mér annað kvöld.
Ég fór í gærkvöldi og pakkaði í nokkra kassa hjá Önnu "frænku" og ætla að hjálpa henni aftur í kvöld. Ætla líka að reyna að komast til hennar þegar hún flytur á morgun en ég veit ekki alveg hvort ég hef tíma til þess. Verð eiginlega að vinna svolítið í verkefninu :-/
Ef ég verð dugleg að læra eftir hádegið á morgun þá ætla ég að vita hvort Dagrún nennir ekki að gera eitthvað annað kvöld. Mig vantar aðeins að komast út þegar vikan er svona ofboðslega busy!

Sem sagt, hver mínúta plönuð.

Að auki þá gargar á mig óhreini þvotturinn heima hjá mér og hótar að yfirtaka íbúðina ef ég fari ekki að gera eitthvað í málunum og skrítna lykt leggur út úr ísskápnum sem gefur til kynna að þar sé einhver pencillínframleiðsla í gangi!!!!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jæja ég vona að þú hafir komið meiru í verk um helgina heldur en ég. Það fer allur minn tími núna í að passa Tuma hund, ég fór út á DAlvík í gær að sækja teppið hans.... og fór svo í Rúmfó og keypti sæng fyrir hann til þess að sofa á, strákarnir halda að ég sé orðin ga ga (meira en venjulega) EN þurfa sætir hundar ekki að sofa á einhverju mjúku???? ég bara spyr!!! Auk þess er ég löngu búin að kaupa sængur fyrir strákana og meira að segja Nonna líka....

12 september, 2005 13:16  
Blogger Anna Malfridur said...

Að sjálfsögðu á það sama að ganga yfir alla strákana þína, ferfætta jafnt sem tvífætta :)

13 september, 2005 08:55  

Skrifa ummæli

<< Home