20.3.05

Vá hvað ég á gamlan bróðir!!

Já haldið þið ekki bara að stóri bróðir minn sé fertugur í dag! Til hamingju Búbbi!! Ótrúlegt hvað allir í kringum mig eldast á meðan ég er ennþá unglingur! Mér líður allavega alltaf eins og unglingur enda segir spakmælið að maður sé aldrei eldri en manni finnst maður vera.

Stelpurnar eru komnar í páskafrí en það er kennt í mínum skóla á mánudag og þriðjudag. Ekki það að ég sé neitt komin í frí eftir það, nei nei, verkefnin hrannast upp og ég sé fram á heví vinnu alla páskana. En það er líka allt í lagi, ég verð ein heima og þarf því ekki að elda eða spá í neinum nema sjálfri mér og þá verður mér alltaf alveg heilmikið úr verki. Ólöf fór vestur til pabba síns í dag og ætlar að vinna í skóbúðinni hjá mömmu fram að páskum. Hildur fer vestur á miðvikudaginn og svo koma þær heim á annan í páskum.

Dagrún og Einar komu í mat til okkar á föstudagskvöldið. Sko ég keypti í matinn og Dagrún eldaði fyrir okkur. Svo sátum við stelpurnar og fengum okkur aðeins í glas þangað til Einar kom aftur af fundi og þá skelltum við okkur í heimsókn til Berserkja sem voru með opið hús hjá sér. Þar sátum við og kjöftuðum í 1-2 tíma eða þangað til bílstjórinn okkar vildi fara að komast heim. Klukkan var þá eitthvað á milli 3 og 4 og við ákváðum að fara báðar heim til mín þar sem bíllinn hennar Dagrúnar var þar og hún átti að fara á fund morguninn eftir.
En lítið breytist þó maður fullorðnist eitthvað smá. Þegar vinkonur fengu að gista hjá manni í gamla daga þá var kjaftað fram eftir nóttu þangað til mamma eða pabbi voru búin að sussa á okkur einum of oft. Og það var einmitt svoleiðis hjá okkur núna. En þar sem engir foreldrar voru á staðnum þá kjöftuðum við allt of lengi eða fram á hálf 6 ;)
Laugardagurinn fór svo í slæping og að dunda með stelpunum og litlu kisunum sem við erum að passa.
Núna (sunnudagur) er aftur á móti ekki boðið upp á neinn slæping heldur er ég uppi í skóla að undibúa vörn á verkefni fyrir morgundaginn. Ætli það sé þá ekki best að láta staðar numið við þessi skrif núna og fara að snúa mér að þrýstireikningum á virkjuninni sem við Pétur
hönnuðum :=/

Bless þar til næst

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

tralla laaa

21 mars, 2005 09:28  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

21 mars, 2005 09:29  
Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gaman að blaðra langt frameftir öllu:) svo er þetta svo hollt fyrir sálina líka!

Sé þig kannski áður en ég fer norður í páskafrí!

Kveðja Inda!

21 mars, 2005 23:34  

Skrifa ummæli

<< Home